AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 29 NOV 2024
Published on 29 NOV 2024
|
|
|
|
Loftrýmisátroðningur / Airspace infringement
|
|
Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa
|
|
|
Mikil aukning hefur orðið á tilkynningum um átroðning innan loftrýmis flugstjórnarsviðs Reykjavíkur, Akureyri flugstjórnarsviðs og aðflugstjórnarsvæða. Fjöldi tilkynninga hafa borist þar sem loftfari er flogið inn í stjórnað loftrými án heimildar og jafnvel án þess að lagt hafi verið inn flugplan. Af gefnu tilefni vill Samgöngustofa koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum og tilmælum til flugmanna.
|
|
Leggja skal inn flugplan ef ætlunin er að fljúga í stjórnuðu loftrými.
|
Öll tilvik þar sem flugvélar fljúga inn í stjórnuð loftrými án heimildar eru skráð af viðkomandi flugumferðarþjónustu og rannsökuð.
|
Nokkur tilvik tengjast flugi við lendingarstaði (BIMS, BIMM, Heiði) í nágrenni stjórnaðra flugvalla. Vegna nálægðar þeirra við flugstjórnarsvið Akureyrar- eða Reykjavíkurflugvallar eftir atvikum getur flug frá og til viðkomandi lendingarstaðar auðveldlega leitt til loftrýmisátroðnings ef ekki er höfð aðgát. Í nokkrum tilvikum barst ekki svar frá flugumferðarstjórn við kalli flugvélar, eða beiðninni hafnað, en flugmaður heldur áfram án heimildar inn í flugstjórnarsvið. Í einhverjum tilvikum var ekki lögð inn flugáætlun fyrir flugið þótt það hafi verið að einhverju leyti innan stjórnaðs loftrýmis.
|
|
Þau loftrými á Íslandi sem krefjast þess að flugmenn í sjónflugi fái heimild frá flugumferðarstjórn áður en flogið er um þau eru:
|
-
Flugstjórnarsvið Reykjavíkurflugvallar (BIRK CTR), loftrýmisflokkur D innan venjulegs opnunartíma flugvallarins, en loftrýmisflokkur G utan opnunartíma.
-
Aðflugstjórnarsvæði Reykjavíkurflugvallar (BIRK APP), loftrýmisflokkur D.
-
Flugstjórnarsvið Keflavíkurflugvallar (BIKF CTR), loftrýmisflokkur D.
-
Aðflugstjórnarsvæði Keflavíkurflugvallar (BIKF APP), loftrýmisflokkur C.
-
Flugstjórnarsvið Akureyrarflugvallar (BIAR CTR) loftrýmisflokkur D innan venjulegs opnunartíma flugvallarins, en loftrýmisflokkur G utan opnunartíma.
-
Aðflugstjórnarsvæð Akureyrarflugvallar (BIAR TMA) loftrýmisflokkur D innan venjulegs opnunartíma en loftrýmisflokkur E utan opnunartíma.
|
4 Undirbúningur og framkvæmd flugs
|
Mikilvægt er að undirbúa flugið vel og að flugmenn kynni sér vel þau loftrými sem flogið verður um og þá sérstaklega mörk stjórnaðra loftrýma. Ef flugið eða hluti flugsins fer um stjórnað loftrými eða á að njóta flugstjórnarþjónustu skal lögð inn flugáætlun fyrir flugið. Flugmenn skulu hafa samband við flugumferðarstjórn áður en flogið er inn í stjórnað loftrými. Dæmi eru um að flugmenn séu komnir inn í stjórnað loftrými þegar fyrsta kall berst til flugumferðarstjórnar og árekstrarhætta hafi skapast við aðrar flugvélar eða þyrlur.
|
|
-
Kynna sér vel efni Iceland AIP þar sem er að finna upplýsingar um flugvelli, flugaðferðir og loftrými á Íslandi.
-
Nota sjónflugskort við flugið.
-
Nota tæknina eins og hægt er til að auka staðsetningarvitund (GPS, VOR, DME, Foreflight o.s.frv)
-
Kynna sér vel sjónflugsleiðir í flugstjórnarsviði Reykjavíkurflugvallar og þekkja stöðumið þeirra.
-
Kalla á turn í Reykjavík í síðasta lagi 10 NM frá flugvelli til að fá heimild inn í flugstjórnarsviðið.
-
Ef ekki fæst svar frá flugumferðarstjóra þá skal ekki flogið áfram inn í stjórnað loftrými heldur halda sig fyrir utan svæðið og endurtaka kallið eftir nokkrar mínútur.
|
|
6 Tilmæli frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa:
|
„Að flugmenn haldi ekki áfram inn að upphafi skipulagðar leiðar án undangenginnar heimildar frá flugturni.“ Sjá skýrslu RNSA 18-049F010.
|
|
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
|
Samgöngustofa
Ármúla 2
108 Reykjavík, Ísland
|
|
Netfang / Email:
fly@icetra.is
Sími / Phone:
+354 480 6000
|
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|